Íslenska
Greinar


Vangaveltur um forgangsröðun við niðurskurð
Við lifum á tímum þar sem fjármagn er af skornum skammti og niðurskurður stjórnvalda er óhjákvæmilegur. Við slíkar aðstæður þarf að ákveða á hvaða forsendum niðurskurður á að byggja. Hvernig samfélagsmynd vilja stjórnvöld að sparnaðaraðgerðir þeirra stuðli að? Viljum við áfram vera framsækin þjóð þar sem bæði kyn vinna úti og reyna áfram að stuðla að því að kynin sinni umönnun barna og annarra að jöfnu eða viljum við afturhvarf til hefðbundinnar verkaskiptingar kynjanna? Mikilvægt er að tryggja að niðurskurður leiði ekki óvænt af sér aukið misrétti eða hafi samfélagslegar afleiðingar sem erfitt er að afturkalla.

Lesa


Jöfnum leikinn
inngangur að bókinni

Á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking árið 1995 var hugtakið kynjasamþætting (e. gender mainstreaming) orðið það viðurkennt í alþjóðlegri kynjaumræðu að það komst inn í samþykktir ráðstefnunnar. Um árabil hafði baráttufólk fyrir jafnrétti og jafnri stöðu kynjanna bent á hversu óheppilegt og ólíklegt það væri til árangurs að jafnréttisumræðan væri úti á jaðrinum í sérhólfi merkt: Konur. Brýnt væri að koma umræðunni alls staðar að þar sem ákvarðanir eru teknar og stefna mótuð. Kyn skiptir máli og er eitt af því sem alltaf ber að hafa í huga við alla greiningu á samfélagi okkar. Umræðan á að snúast um kynin – bæði konur og karla – því breytingar á stöðu annars kynsins hafa áhrif á hitt. Ef kyn er ekki haft í huga er hætt við að ákvarðanir séu teknar sem hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar, skaða eða gagnast aðeins öðru kyninu.


Lesa


Samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða í stjórnsýslu


Með kröfunni um kynjasamþættingu er ráðuneytum og opinberum stofnunum gert að meta áhrif ákvarðana sinna og stefnumótunar á kynin. Með nýjum jafnréttislögum, sem gengu í gildi í byrjun árs 2008, er kynjasamþætting fest í sessi sem ein mikilvægra leiða til þess að koma á jafnrétti. Hugtakið hefur hingað til ekki verið nægilega skýrt, hvorki fyrir almenningi, né þeim aðilum stjórnsýslunnar sem það á við um. Mikilvægt er að gera átak til að fylgja eftir ætlun jafnréttislaga og tryggja innleiðingu verkferla í ákvarðanatöku sem virða kynja- og jafnréttissjónarmið.

Lesa
Skráðar greinar: 3 - Síða: 1 af 1


Þetta verkefni er styrkt af PROGRESS – áætlun Evrópusambandsins á sviði vinnu og félagsmála (2007-2012). Upplýsingarnar á þessari vefsíðu (eða í annarri útgáfu) endurspegla ekki endilega afstöðu eða skoðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.