Íslenska
fréttirnar


Áfangaskýrslur í kynjaðri hagstjórn
Undanfarið ár hafa ráðuneyti og stofnanir unnið að meginmálaflokkum með aðferðum kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar og eru áfangaskýrslur í meginmálaflokkum ráðuneytanna nú komnar út. Meginmálaflokkarnir komu í kjölfarið á tilraunaverkefnum sem unnin voru á árunum 2010-2011 en þau voru fyrsta skrefið í að þróa tæki og aðferðir fyrir Ísland ásamt því að byggja upp þekkingu og efla vitund um mikilvægi kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar.

Lesa


Ný handbók um kynjasamþættingu
 Jafnréttisstofa og Fjármála- og efnahagsráðuneytið hafa gefið út handbók um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð. Handbókin er gefin út í beinu framhaldi af bækling um kynjasamþættingu fyrir stjórnendur sem Jafnréttisstofa gaf út á árið 2009.  Handbókina má nálgast á samstiga.is og hjá Jafnréttisstofu.

Lesa


Opin námskeið um kynjasamþættingu
Akureyri-Reykjavík
Jafnréttisstofa býður upp á opin námskeið um kynjasamþættingu í Reykjavík og á Akureyri í september. Á námskeiðunum verður fjallað um stöðu jafnréttismála á Íslandi, í hverju kynjasamþætting felst, hvers vegna við þurfum á skipulögðu jafnréttisstarfi að halda og hvernig mögulegt er að aðlaga aðferðina að starfi þátttakenda.


Lesa


Námskeið um kynjaða hagstjórn fyrir bæjarfulltrúa, deildarstjóra og nefndarfólk á Akureyri
Samstíga 3
Þar sem gera má ráð fyrir að í endurskoðaðri jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar verði kveðið á um vinnu í anda kynjaðrar hagstjórnar mun Jafnréttisstofa bjóða upp á fræðslu um kynjaða hagstjórn, aðferðafræði kynjaðrar hagstjórnar og hvernig hægt er að aðlaga aðferðina að starfi sveitarstjórnarfólks. Tilgangurinn er að gefa þeim sem koma að fjárhagsáætlanagerð hjá Akureyrarbæ innsýn í þá hugmyndafræði og aðferðafræði sem beitt er.
Námskeiðið fer fram í bæjarstjórnarsalnum þriðjudaginn 13. september frá kl. 15:00-17:00 með leiðsögn Katrínar Önnu Guðmundsdóttur verkefnastjóra kynjaðrar hagstjórnar hjá Fjármálaráðuneytinu.Lesa
Skráðar fréttir: 30 - Síða: 1 af 8

Þetta verkefni er styrkt af PROGRESS – áætlun Evrópusambandsins á sviði vinnu og félagsmála (2007-2012). Upplýsingarnar á þessari vefsíðu (eða í annarri útgáfu) endurspegla ekki endilega afstöðu eða skoðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.