Íslenska
fréttirnar
útgáfan


Áfangaskýrslur í kynjaðri hagstjórn
Undanfarið ár hafa ráðuneyti og stofnanir unnið að meginmálaflokkum með aðferðum kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar og eru áfangaskýrslur í meginmálaflokkum ráðuneytanna nú komnar út. Meginmálaflokkarnir komu í kjölfarið á tilraunaverkefnum sem unnin voru á árunum 2010-2011 en þau voru fyrsta skrefið í að þróa tæki og aðferðir fyrir Ísland ásamt því að byggja upp þekkingu og efla vitund um mikilvægi kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar.
Lesa


Opin námskeið um kynjasamþættingu
Akureyri-Reykjavík
Jafnréttisstofa býður upp á opin námskeið um kynjasamþættingu í Reykjavík og á Akureyri í september. Á námskeiðunum verður fjallað um stöðu jafnréttismála á Íslandi, í hverju kynjasamþætting felst, hvers vegna við þurfum á skipulögðu jafnréttisstarfi að halda og hvernig mögulegt er að aðlaga aðferðina að starfi þátttakenda.

Lesa


Námskeið um kynjaða hagstjórn fyrir bæjarfulltrúa, deildarstjóra og nefndarfólk á Akureyri
Samstíga 3
Þar sem gera má ráð fyrir að í endurskoðaðri jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar verði kveðið á um vinnu í anda kynjaðrar hagstjórnar mun Jafnréttisstofa bjóða upp á fræðslu um kynjaða hagstjórn, aðferðafræði kynjaðrar hagstjórnar og hvernig hægt er að aðlaga aðferðina að starfi sveitarstjórnarfólks. Tilgangurinn er að gefa þeim sem koma að fjárhagsáætlanagerð hjá Akureyrarbæ innsýn í þá hugmyndafræði og aðferðafræði sem beitt er.
Námskeiðið fer fram í bæjarstjórnarsalnum þriðjudaginn 13. september frá kl. 15:00-17:00 með leiðsögn Katrínar Önnu Guðmundsdóttur verkefnastjóra kynjaðrar hagstjórnar hjá Fjármálaráðuneytinu.


Lesa


Vel heppnuð heimsókn
Dagana 4.-6. maí voru dr. Diane Elson og dr. Sue Himmelweit staddar á landinu í boði Jafnréttisstofu. Á meðan á dvöl þeirra stóð fluttu þær erindi á ráðstefnu um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð og héldu námskeið fyrir fólk sem starfar að innleiðingu kynjaðrar hagstjórnar. Auk þess hittu þær fjárlaganefnd Alþingis, félags- og tryggingarmálanefnd Alþingis, ráðuneytisstjóra, starfsfólk velferðarráðuneytis og verkefnisstjórn um kynjaða fjárlagagerð.
Lesa

Ný handbók um kynjasamþættingu
 Jafnréttisstofa og Fjármála- og efnahagsráðuneytið hafa gefið út handbók um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð. Handbókin er gefin út í beinu framhaldi af bækling um kynjasamþættingu fyrir stjórnendur sem Jafnréttisstofa gaf út á árið 2009.  Handbókina má nálgast á samstiga.is og hjá Jafnréttisstofu.
Lesa


Bæklingur fyrir stjórnendur
Samstíga2
Jafnréttisstofa hefur gefið út bækling um kynjasamþættingu fyrir stjórnendur.  Bæklingurinn er gefin út í beinu framhaldi af handbók um kynjasamþættingu sem Jafnréttisstofa gaf út á árinu.  Bæklinginn má nálgast hér á síðunni og einnig hjá Jafnréttisstofu.
Lesa


Kynjasamþætting kynnt á Ísafirði
Samstíga2
Stutt námskeið í kynjasamþættingu fór fram á Ísafirði 11. september síðastliðinn.  Jafnréttisfulltrúar sveitarfélaga voru samankomnir á Ísafirði á landsfundi jafnréttisnefnda sveitarfélaga.
Lesa


Jöfnum leikinn - Handbók um kynjasamþættingu

Nú er komin út viðamikil handbók um kynjasamþættingu. Bókin er fyrst og fremst hagnýt við framkvæmd samþættingar.  Bókin fer yfir hvað kynjasamþætting er, kynnir aðferðir við samþættingu og hverri aðferð fylgir íslenskt dæmi um verkefni sem framkvæmt hefur verið með þeirri aðferð.

Lesa
Skráðar fréttir: 25 - Síða: 1 af 6


Þetta verkefni er styrkt af PROGRESS – áætlun Evrópusambandsins á sviði vinnu og félagsmála (2007-2012). Upplýsingarnar á þessari vefsíðu (eða í annarri útgáfu) endurspegla ekki endilega afstöðu eða skoðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.