Íslenska
Um verkefnið

Verkefnið Samstíga I - samþætting í opinberri stefnumótun, eða Side by side, gender mainstreaming national policies, hófst 1. desember 2007 og því lauk 31. mars 2009.

Markmið verkefnisins var að auka jafnrétti kynjanna með því að kynna aðferðarfræði kynjasamþættingar og þróa leiðir til þess að koma henni í framkvæmd. Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 er kveðið á um í 1. gr. að unnið skuli að jafnrétti kynjanna hér á landi með því að beita kynjasamþættingu.

Hugtakið er einnig skilgreint sem leið til ...að skipuleggja, bæta, þróa og leggja mat á stefnumótunarferli þannig að sjónarhorn kynjajafnréttis sé á öllum sviðum fléttað inn í stefnumótun og ákvarðanir þeirra sem alla jafna taka þátt í stefnumótun í samfélaginu. Kynjasamþætting er því aðferð sem notuð er til að ná fram jafnrétti í daglegu starfi sem snertir viðskiptavini, skjólstæðinga, umbjóðendur eða annað fólk.

Þetta verkefni var styrkt af PROGRESS sjóði Evrópusambandsins og var unnið er af Jafnréttisstofu. Eitt aðal markmið verkefnisins var að þjálfa opinbera starfsmenn í aðferðafræði kynjasamþættingar og gefa út hagnýtar leiðbeiningar um framkvæmd samþættingar. Í framhaldi af útgáfunni verða þróuð námskeið um kynjasamþættingu sem verða sniðin að þörfum þeirra sem sækja það hverju sinni. Nánari upplýsingar um þau verður að finna hér á síðunni.
Þetta verkefni er styrkt af PROGRESS – áætlun Evrópusambandsins á sviði vinnu og félagsmála (2007-2012). Upplýsingarnar á þessari vefsíðu (eða í annarri útgáfu) endurspegla ekki endilega afstöðu eða skoðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.