Íslenska
Ráðstefnur

Í tengslum við Samstíga verkefnið hafa verið haldnar tvær ráðstefnur:


Nýir tímar - breytt hagstjórn
Jafnréttisstofa bauð til ráðstefnu um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð mánudaginn 14. febrúar 2011 á Hilton Hótel Nordica. Aðal fyrirlesari verður Dr. Diane Elson einn helsti sérfræðingur heims á þessu sviði auk þess mun verkefnastjórn um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð kynna starf sitt og tvö tilraunaverkefni á hennar vegum verða kynnt. Dagskrá ráðstefnunnar má lesa hér.


Bætt hagstjórn – Betra samfélag
Ráðstefn um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð var haldinn miðvikudaginn 4. maí 2011 á Radisson Blu Hótel Sögu. Aðal fyrirlesarar ráðstefnunnar voru Dr. Diane Elson og Dr. Susan Himmelweit sem eru helstu sérfræðingar Breta í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð og hafa meðal annars starfað með hópi sérfræðinga sem hafa það að markmiði að stuðla að auknu jafnrétti kynja með því að leggja mat á efnahagsstefnur og áætlanagerð. Á ráðstefnunni voru auk þess kynnt tvö íslensk tilraunaverkefni í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð.

Glærur og upptökur af fyrirlestrum Elson og Himmelweit má finna hér.Þetta verkefni er styrkt af PROGRESS – áætlun Evrópusambandsins á sviði vinnu og félagsmála (2007-2012). Upplýsingarnar á þessari vefsíðu (eða í annarri útgáfu) endurspegla ekki endilega afstöðu eða skoðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.