Íslenska
fréttirnar
útgáfan


Kynjasamþætting kynnt á Ísafirði
Samstíga2
Stutt námskeið í kynjasamþættingu fór fram á Ísafirði 11. september síðastliðinn.  Jafnréttisfulltrúar sveitarfélaga voru samankomnir á Ísafirði á landsfundi jafnréttisnefnda sveitarfélaga.
Jafnréttisstofa gaf út handbók um kynjasamþættingu á árinu og fór sérfræðingur frá Jafnréttisstofu yfir þær aðferðir sem kynntar eru í bókinni og í kjölfarið fór fram vinna tengd efninu í samstarfshópum.
Fulltrúar sveitarfélaga hafa nú bókina undir höndum og hafa haft samband við Jafnréttisstofu varðandi námskeið um kynjasamþættingu fyrir stjórnendur stofnana og sviðstjóra innan sveitarfélaganna.

Þetta verkefni er styrkt af PROGRESS – áætlun Evrópusambandsins á sviði vinnu og félagsmála (2007-2012). Upplýsingarnar á þessari vefsíðu (eða í annarri útgáfu) endurspegla ekki endilega afstöðu eða skoðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.